Hjördís Benediktsdóttir fæddist 15. júní 1930. Hún lést 21. júní 2024.

Útförin Hjördísar fór fram 1. júlí 2024.

Mér er það ljúft og skylt að minnast elsku frænku með nokkrum orðum.

Það var alltaf tilhlökkun að fara sem barn í sveit til Hjördísar. Hún var hlý, góð og glöð. Hún var sanngjörn og voru sveitastörfin alltaf í samræmi við aldur og getu.

Ég man eftir sem barn þegar við fjölskyldan fórum á Eyri að heimsækja Hjördísi og Jón þá nýflutt og bjuggu í gamla húsinu sem minnti nú helst á fornhús en þá þótti mér spennandi að fylgjast með henni í eldhúsinu að galdra fram veglegar veitingar þannig að kaffitíminn varð að sannkallaðri veislu. Allt var heimabakað og unnið frá grunni hjá Hjördísi.

Hjördís var með fjölda dýra

...