Yngvi Harðarson
Yngvi Harðarson

Hagtölur eru farnar að benda til minnkandi umsvifa í hagkerfinu og þær endurspegla það sem mörg fyrirtæki finna fyrir um þessar mundir. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, fer yfir þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og segir tölurnar benda til að heldur sé tekið að hægja á í hagkerfinu og að jafnvel stefni í samdrátt.

Yngvi nefnir meðal annars loðnubrest og skerðingu á kvóta í þessu sambandi en einnig að útflutningstekjur af áli hafi dregist saman þó að búast megi við að útflutningsverðmæti þess aukist nú í sumar.

Enn fremur virðist ferðaþjónustan vera að gefa eftir og fréttir að undanförnu benda einmitt í þá átt.

Hagfræðingurinn telur líklegt að nú styttist í vaxtalækkunarferli sem muni hugsanlega glæða hagvöxt á næsta ári. Það kann að vera en

...