Spánverjar Lamine Yamal er stórt númer í liðinu. Kappinn verður 17 ára í dag.
Spánverjar Lamine Yamal er stórt númer í liðinu. Kappinn verður 17 ára í dag. — AFP

„Spennan er alltaf mikil fyrir úrslitaleik eins og þennan,“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festar. „Ég er reyndar svo heppin að mér áskotnaðist miði á leikinn svo ég er á leiðinni út til Berlínar um helgina. Mun því mæta á Ólympíuleikvöllinn í Berlín og hvetja Englendinga til dáða en ég spái því að þeir vinni æsispennandi leik með þremur mörkum en Spánverjar skori tvö. En kannski er þetta óskhyggja hjá mér því spænska liðið hefur komið gríðarlega sterkt inn og sýnt mikil tilþrif. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með hinum 16 ára gamla Lamine Yamal, sem leikur á kantinum og er ótrúlega hæfileikaríkur. Hann hefur vakið mikla athygli og víða.“

Ásta segist ekki hafa náð því að horfa á alla leiki á EM að undanförnu, enda þótt áhugi sinn á boltanum sé mikill. „En yfirleitt reyni ég að sjá að minnsta kosti síðasta korterið þegar bestu lið allra

...