Landsmót Skátar á öllum aldri mættu á Úlfljótsvatn í vikunni.
Landsmót Skátar á öllum aldri mættu á Úlfljótsvatn í vikunni. — Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta

Um tvö þúsund íslenskir og erlendir skátar hafa streymt að Úlfljótsvatni þessa viku til að taka þátt á Landsmóti skáta sem þar er haldið dagana 12. til 19. júlí. Um er að ræða fyrsta Landsmót skáta sem haldið er í átta ár og hefur mikil stemning skapast á mótssvæðinu.

Skátarnir settu upp tjaldbúðir í gær og var mikil eftirvænting fyrir komandi viku. Mótið var formlega sett í gærkvöldi með glæsilegri setningarathöfn.

Mótssvæðið verður opið fyrir áhugasama um menningarheima skáta fimmtudaginn 18. júlí.