Á morgun, sunnudaginn 14. júlí, fara fram djasstónleikar á Gljúfrasteini. Þar munu þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Andri Ólafsson og Magnús Tryggvason Eliassen leika frumsamda tónlist Hjartar sem innblásin er af þemum, stöðum og persónum í höfundarverki Halldórs Laxness. Segir í tilkynningu að auk þess verði á dagskránni „nokkrar perlur sem samdar hafi verið við ljóð Laxness og við þekkjum svo vel“. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í stofunni á Gljúfrasteini.