Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í sínum 39. A-landsleik gegn Þýskalandi í gærkvöld. Hún jafnaði þar við fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem hefur skorað 11 mörk í 127 landsleikjum

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt 11. mark fyrir íslenska landsliðið í sínum 39. A-landsleik gegn Þýskalandi í gærkvöld. Hún jafnaði þar við fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem hefur skorað 11 mörk í 127 landsleikjum. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark í 64 landsleikjum og Alexandra Jóhannsdóttir sitt sjötta mark í 46 landsleikjum.

Ísland er ein af fimm þjóðum úr A-deild undankeppni EM kvenna í fótbolta sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Sviss á næsta ári. Þýskaland og Spánn voru þegar komin áfram fyrir leiki fimmtu umferðar riðlakeppninnar í gær og Ísland, Danmörk og Frakkland bættust í hópinn. Frakkar unnu Svía, 2:1, þar sem Marie-Antoinette Katoto skoraði sigurmarkið.

Svíþjóð og England mætast í hreinum

...