Jón Sigurðsson fæddist 13. júlí 1925 á Brúnum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Sigurðar Vigfússonar og Bjargar Jónsdóttur og hann átti tvö alsystkini, þau Guðrúnu og Vigfús. Faðir Jóns lést þegar Jón var aðeins tíu ára gamall og móðir hans giftist…

Jón Sigurðsson fæddist 13. júlí 1925 á Brúnum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Sigurðar Vigfússonar og Bjargar Jónsdóttur og hann átti tvö alsystkini, þau Guðrúnu og Vigfús. Faðir Jóns lést þegar Jón var aðeins tíu ára gamall og móðir hans giftist Sigmundi Þorgilssyni og fluttist á Ásólfs­skála og síðar á Hellu og átti með seinni manni sínum tvö börn, Halldóru og Sigurð.

Jón kvæntist Helgu Helgadóttur 1948 og þau eignuðust fjögur börn, þau Björgu, Huldu Magneu, Sigrúnu Helgu og Trausta.

Jón var snemma tónelskur og um fermingu var hann farinn að semja lög og spila á harmonikku. Hann fluttist 15 ára frá Brúnum að Ásólfs­skála, en fór síðan í skóla að Laugarvatni áður en hann flutti til Reykjavíkur. Fljótlega fór hann að vinna hjá Búnaðarbanka Íslands og vann þar í 35 ár og var þekktur undir nafninu Jón „bankamaður“ þótt hann sé þekktastur fyrir tónlist. Hann var afkastamikill lagahöfundur, textasmiður og samdi m.a. dægurperlurnar Komdu niður,

...