„Parísarhjólið hefur verið vinsælt meðal ferðamanna og þeir heimamenn sem hafa komið hafa notið þess. Þeir mættu þó alveg vera fleiri,“ segir Kane Taylor, eigandi Taylors Tivoli Iceland ehf., sem á og rekur parísarhjólið sem sett hefur verið upp við Reykjavíkurhöfn
Parísarhjólið Aðsókn heimamanna hefur verið undir væntingum eigandans en hann kveðst þó vera rólegur. Margir virðist telja borgina vera að bruðla.
Parísarhjólið Aðsókn heimamanna hefur verið undir væntingum eigandans en hann kveðst þó vera rólegur. Margir virðist telja borgina vera að bruðla. — Morgunblaðið/Eyþór

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Parísarhjólið hefur verið vinsælt meðal ferðamanna og þeir heimamenn sem hafa komið hafa notið þess. Þeir mættu þó alveg vera fleiri,“ segir Kane Taylor, eigandi Taylors Tivoli Iceland ehf., sem á og rekur parísarhjólið sem sett hefur verið upp við Reykjavíkurhöfn.

Ekki hefur verið mikil sjáanleg umferð við hjólið það sem af er sumri og Kane játar það fúslega að hann hefði kosið að fá fleiri gesti. Hann kveðst ekki vera með aðsóknartölur

...