Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hófust sunnudaginn 7. júlí en tónleikaröðin hefur fest sig í sessi þar í bæ. Segir í tilkynningu að boðið sé upp á viðburði alla sunnudaga í júlí klukkan 17 og frítt sé inn á alla tónleikana þó tekið sé við frjálsum framlögum
Orgelleikari James D. Hicks kemur frá New Jersey í Bandaríkjunum.
Orgelleikari James D. Hicks kemur frá New Jersey í Bandaríkjunum.

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hófust sunnudaginn 7. júlí en tónleikaröðin hefur fest sig í sessi þar í bæ. Segir í tilkynningu að boðið sé upp á viðburði alla sunnudaga í júlí klukkan 17 og frítt sé inn á alla tónleikana þó tekið sé við frjálsum framlögum.

Á morgun, sunnudaginn 14. júlí, eru á dagskrá tónleikar, sem bera yfirskriftina Nordic Journey, með orgelleikaranum James D. Hicks sem kemur alla leið frá Califon í New Jersey í Bandaríkjunum. Hicks var við nám í skólunum Peabody Conservatory of Music, Yale University og University of Cincinnati. Einnig lærði hann við The Royal School of Church Music í Bretlandi.

Síðustu 15 árin hefur Hicks rannsakað tónlist Norðurlandanna og því bera tónleikarnir nafnið Nordic Journey eða Ferðalagið

...