Sigrún Dagmar Elíasdóttir, Sigrún í Virkjun, fæddist 7. febrúar 1939. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu að Brákarhlíð í Borgarnesi þann 1. júli 2024.

Sigrún ólst upp á Bjarnarnesi og Drangsnesi til 1959 þegar hún hóf búskap í Mjólkárvirkjun með Bjarna Kr. Skarphéðinssyni stöðvarstjóra.

Móðir: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 22.5. 1921, d. 19.7. 1977, frá Tindum í Svínavatnshreppi. Faðir: Elías Svavar Jónsson, f. 23.8. 1916, d. 14.7. 2004, frá Bjarnarfirði, símstöðvarstjóri á Drangsnesi. Systkini: Þráinn, f. 1947, Jón Hörður, f. 1950, Hugrún Ásta, f. 1953, og Ragnhildur Rún, f. 1959.

Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Kristjón Skarphéðinsson frá Þingeyri, f. 1.1. 1927, d. 22.6. 2018. Rafvirki, lengst af í Andakílsárvirkjun og seinna rafveitustjóri í Borgarnesi. Börn: Guðmundur

...