Friðþjófur Björnsson fæddist 18. nóvember 1930. Hann lést 22. júní 2024. Útför Friðþjófs fór fram 8. júlí 2024.

Kæri frændi. Stundum eru atvik þannig að háð er barátta sem ekki verður metin á vogarskálum sigurs eða ósigurs. Eitt þessara atvika er þegar þú vildir tefla við mig. Þú komst í heimsókn á Kleppsveginn. Hverra erinda var aukaatriði fyrir mér, en ég upplifði sem frændrækni og vináttu við fjölskylduna alla tíð síðan. Á borðstofuborðinu var tafl með þeim mannafla sem tiltækur er þegar mikið liggur við. Ég var 11 ára.

„Viltu tefla?“ spurðir þú. Hafandi aðeins teflt við pabba sem hafði verið að kenna mér mannganginn sagði ég: „Já, já,“ fullur af óðsmannsæði og sjálfsöryggi.

Þetta var afdrifarík skák, óljós eða ljós, eins og mannlífið getur oft og tíðum verið opnaði þessi skák þó

...