Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Blaðamannafundur, sem Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt í Washington á fimmtudagskvöld, virðist ekki hafa sannfært bandaríska demókrata um að hann sé heppilegasti frambjóðandi flokksins í forsetakosningum í nóvember næstkomandi.

Biden svaraði sumum spurningum blaðamanna ruglingslega en hann gaf einnig ýtarleg svör um sýn sína á stöðu heimsmála, þar á meðal stríðið í Úkraínu og átök Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu, sem undirstrikuðu áratugalanga reynslu hans sem þátttakanda í alþjóðlegum stjórnmálum.

En Biden tókst væntanlega ekki að róa alla þá, sem var brugðið eftir slaka frammistöðu hans í kappræðum við Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, 27. júní sl. Hann vísaði á blaðamannafundinum t.d. til

...