Bíldudalsskóli hefur verið lokaður vegna myglu undanfarna tvo vetur eftir að húsnæðið var dæmt ónothæft. Til að byrja með var gamli barnaskólinn notaður til kennslu en síðasta vetur fengu börnin inni á Skrímslasetrinu á Bíldudal
Bíldudalur Grunnskólinn er ónothæfur vegna myglu.
Bíldudalur Grunnskólinn er ónothæfur vegna myglu. — Skjáskot/RÚV

Viktoría Benný B. Kjartansdóttir

viktoria@mbl.is

Bíldudalsskóli hefur verið lokaður vegna myglu undanfarna tvo vetur eftir að húsnæðið var dæmt ónothæft. Til að byrja með var gamli barnaskólinn notaður til kennslu en síðasta vetur fengu börnin inni á Skrímslasetrinu á Bíldudal. Til stendur að byggja nýjan grunnskóla sem taka á í gagnið haustið 2025.

Skrímslasetrið er safn tileinkað íslenskum þjóðsögum og sögum um sjávarskrímsli sem eru sögð hafa sést á Vestfjörðum og víðar um Ísland. Safnið hefur verið vinsæll áningarstaður ferðamanna, einkum yfir sumarið.

Kennslustofa á kaffihúsinu

Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir slæmar aðstæður hafi verið fundin leið til

...