Vígsla Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson á Siglufirði.
Vígsla Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson á Siglufirði.

Mikið verður um dýrðir á Siglufirði þegar samtökin Veraldarvinir slá þar upp hátíð klukkan 14 í dag. Nýr strandhreinsibátur Veraldarvina verður vígður við hátíðlega athöfn. Hefur hann verið nefndur í höfuðið á rithöfundinum og blaðamanninum Hrafni Jökulssyni sem lést í september árið 2022. Hann gaf sig að starfi Veraldarvina við lok ævi sinnar.

Báturinn gegndi áður hlutverki dráttarbáts en athafnarmaðurinn Róbert Guðfinnsson gerði Veraldarvinum kleift að eignast fleyið. Það kemur í hlut Elísabetar Jökulsdóttur, systur Hrafns, að vígja bátinn. Við víxluna mun Elísabet frumflytja ljóð eftir Bubba Morthens sem skáldið samdi sérstaklega í tilefni hátíðarinnar í dag. Þá verður einnig frumflutt sjóferðabæn eftir listamanninn Snorra Ásmundsson.

22 þúsund sjálfboðaliðar

Í tilkynningu frá Veraldarvinum kemur fram að búist er við fjölda gesta og sjálfboðaliða frá 14 þjóðlöndum á hátíðina á Siglufirði. Margir þeirra hafa lagt Veraldarvinum lið

...