— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Ísland varð ein af fyrstu þjóðunum til að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna 2025 með því að vinna stórsigur á einu besta landsliði heims, liði Þýskalands, á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Lokatölur urðu 3:0 og á sjötta þúsund áhorfendur skemmtu sér konunglega yfir einum besta leik Íslands í seinni tíð og stærsta sigri sem liðið hefur unnið gegn einni af stórþjóðum fótboltans. Leikmenn liðsins með Ingibjörgu Sigurðardóttur í fararbroddi fögnuðu að vonum vel í leikslok. » 37