Það er hreyfingarlaus maður á brautarteinunum og örfáar mínútur í næstu lest. Á lestarstöðinni bíður fólk átekta. Ætlar enginn að gera neitt? Hver kemur manninum til hjálpar? Er hann fullur? Eða kannski dáinn? Þannig hefst nýtt leikrit Adolfs Smára…
Gamanleikur „Við ákváðum snemma í æfingaferlinu að einblína á kómedíuna í verkinu og æfa það eins og gamanleikrit þó að það hafi ekki endilega verið skrifað þannig,“ segir Adolf Smári.
Gamanleikur „Við ákváðum snemma í æfingaferlinu að einblína á kómedíuna í verkinu og æfa það eins og gamanleikrit þó að það hafi ekki endilega verið skrifað þannig,“ segir Adolf Smári. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Það er hreyfingarlaus maður á brautarteinunum og örfáar mínútur í næstu lest. Á lestarstöðinni bíður fólk átekta. Ætlar enginn að gera neitt? Hver kemur manninum til hjálpar? Er hann fullur? Eða kannski dáinn? Þannig hefst nýtt leikrit Adolfs Smára Unnarssonar Undir sem frumsýnt verður í næstu viku í sviðslistahúsinu Afturámóti. Þrjár sýningar verða í allt, þann 18. júlí, 26. júlí og 14. ágúst.

„Ég skrifaði þetta verk þegar ég var nýkominn til Berlínar, eftir að ég upplifði svipað atvik sjálfur – að það væri maður á lestarteinunum og stutt í næstu lest,“ segir Adolf Smári í samtali við Morgunblaðið. „Mig langaði til að rannsaka þetta augnablik nánar, enda ótrúlega áhugaverðar kringumstæður. Ég fór síðan að spinna út frá

...