Grunnskólinn er meingallaður, hann verður að laga

Viðtal við Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla í Dagmálum Morgunblaðsins í liðinni viku hefur vakið mikla umræðu um menntamál. Og þó fyrr hefði verið.

Þar talaði hann tæpitungulaust og lýsti því í stuttu máli að grunnskólakerfið væri bilað og færi versnandi. Að það brygðist börnum landsins.

Hann benti meðal annars á niðurstöður úr PISA-könnun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem fram kemur að hlutfall nemenda í 10. bekk, sem búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, hafi tvöfaldast frá 2012 til 2022.

Nú er sem sagt svo komið að 40% nema í 10. bekk ráða ekki við að lesa sér til gagns. Það hefur verið talað um neyðarástand hjá hinu opinbera að ýmsu minna tilefni.

Þessi 40% munu trauðla ná þeim þroska sem þau hafa gáfur og greind til og munu ekki geta nýtt öll þau tækifæri sem lífið annars býður. Þau munu ekki geta menntað sig eins og efni standa til, þau munu ekki hafa sömu atvinnutækifæri, nauðsynleg

...