„Þetta eru kvikmyndir sem sýna okkur mannlega samkennd og gefa innsýn í mismunandi heima. Þær sýna okkur líka hvað við erum öll lík, alveg sama hvaðan við komum og hvað við gerum,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir hátíðarstýra um dagskrá alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar IceDocs

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Þetta eru kvikmyndir sem sýna okkur mannlega samkennd og gefa innsýn í mismunandi heima. Þær sýna okkur líka hvað við erum öll lík, alveg sama hvaðan við komum og hvað við gerum,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir hátíðarstýra um dagskrá alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar IceDocs. Hátíðin fer nú fram í sjötta sinn á Akranesi og stendur yfir dagana 17.-21. júlí. Morgunblaðið ræddi við Ingibjörgu um hátíðarundirbúninginn, dagskrána og sérstöðu heimildamyndarinnar.

Öll eins og eitt þorp

„Hátíðin í ár er örlítið öðruvísi en hún hefur verið að því leyti að við höfum verið að bæta talsvert við barna- og unglingadagskrána,“ segir Ingibjörg. „Heimildamyndir eru auðvitað miðill sem ekkert endilega margir eru vanir

...