„Ég mun búa áfram í Grafarvogi í mínu eigin húsi,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýr biskup Íslands. Síðustu áratugi hefur tíðkast að biskup Íslands haldi heimili að Bergstaðastræti 75 í Reykjavík, húsi sem er í eigu þjóðkirkjunnar
Miðborgin Heimili biskupa þjóðkirkjunnar síðustu áratugina.
Miðborgin Heimili biskupa þjóðkirkjunnar síðustu áratugina. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ég mun búa áfram í Grafarvogi í mínu eigin húsi,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýr biskup Íslands. Síðustu áratugi hefur tíðkast að biskup Íslands haldi heimili að Bergstaðastræti 75 í Reykjavík, húsi sem er í eigu þjóðkirkjunnar. Samkvæmt nýlegum samþykktum Kirkjuþings fer húsið á söluskrá í næsta mánuði, en þá verður sr. Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskup flutt þaðan.

Guðrún segir að í framtíðinni verði leigðir salir eða annars konar húsnæði haldi biskup boð, móttökur eða slíkt. Til þessa hafa slík mannamót á stundum verið í Bergstaðastrætinu. Á Kirkjuþingi síðasta haust var til dæmis nefnt að þarna gæti hentað safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík sem er við Lækjargötu; það er Iðnaðarmannahúsinu sem svo gjarnan kallað.

...