Skálholtskirkja Elfa Rún Kristinsdóttir í Skálholti ★★★★★ Tónlist: Nicola Matteis (Ayres), Johann Paul von Westhoff (svíta nr. 4 í C-dúr) og Johann Sebastian Bahc (sónata nr. 2 í a-moll). Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Sumartónleikum í Skálholti mánudaginn 8. júlí 2024.
Fiðluleikarinn „Túlkun hennar var ofboðlega músíkölsk,“ segir rýnir um tónleika Elfu Rúnar í Skálholti en þar flutti hún verk eftir Matteis, Westhoff og Bach.
Fiðluleikarinn „Túlkun hennar var ofboðlega músíkölsk,“ segir rýnir um tónleika Elfu Rúnar í Skálholti en þar flutti hún verk eftir Matteis, Westhoff og Bach. — Ljósmynd/TimMintiens.nl

Tónlist

Magnús Lyngdal Magnússon

Sólin skein bæði úti og inni í Skálholtskirkju mánudaginn 8. júlí síðastliðinn þegar fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir lék einleiksverk á Sumartónleikum í Skálholti eftir þá Matteis, Westhoff og Bach. Hátíðin hefur verið starfandi frá árinu 1975. Í tengslum við hátíðina hefur því verið staðið fyrir skipulögðu tónleikahaldi í Skálholtskirkju á hverju sumri í rétt tæpa hálfa öld. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu.

Elfa Rún vakti alþjóðlega athygli þegar hún vann til verðlauna (þar með talin aðalverðlaunin) á alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig árið 2006. Síðan þá hefur hún verið mikilvirk í flutningi bæði einleikstónlistar, kammertónlistar og í að leiða stærri hljómsveitir. Hún leikur

...