Ísland þykir álitlegur áfangastaður til að berja almyrkva á sólu augum 12. ágúst 2026. Búist er við þúsundum ferðamanna hingað og ferðaskrifstofur bjóða upp á vikuferðir þar sem allt er innifalið. Nær uppselt er í eina slíka þar sem fólk greiðir um…

Ísland þykir álitlegur áfangastaður til að berja almyrkva á sólu augum 12. ágúst 2026. Búist er við þúsundum ferðamanna hingað og ferðaskrifstofur bjóða upp á vikuferðir þar sem allt er innifalið. Nær uppselt er í eina slíka þar sem fólk greiðir um eina milljón króna fyrir og á þá eftir að koma sér til landsins. „Við teljum okkur ekki þurfa að leggjast í neina markaðssetningu, þetta selur sig sjálft,“ segir Vicky Sahami, stjórnandi hjá Sirius Trav­el, en hún hefur langa reynslu af sólmyrkvaferðum og hefur komið með hópa hingað í norðurljósaferðir. » 10