— Ljósmynd/Elísabet Blöndal

„Við höfðum unnið saman að stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi í einhver ár og þar var hluti af okkar vinnu að sækja útlendar ráðstefnur og hátíðir. Við fórum þangað með íslensk fyrirtæki og fjárfesta. Í raun og veru vorum við alltaf að reka okkur á að við vorum svo oft spurðar hvenær væri svo hægt að koma til Íslands á okkar hátíð og við vorum aldrei með nein svör,“ segir Edda Konráðsdóttir, annar stofnenda Iceland Innovation Week. „Það var enginn sambærilegur viðburður á ensku, allt var á íslensku eða í miklu minna formi.“ Lestu meira á K100.is.