Sæþór Már Hinriksson

saethor@mbl.is

Þrátt fyrir að stórhátíðin Fiskidagurinn mikli sé úr sögunni ætla Dalvíkingar og nærsveitamenn að reyna að halda í einhverjar hefðir sem hátíðin skapaði, þó án stórtónleika og tugþúsunda gesta.

Fiskisúpan verður þar í öndvegi en garðveislur hafa verið mikilvægur liður í hátíðarhöldunum þar sem Dalvíkingar, brottfluttir og ættingjar hafa heimsótt sitt fólk og leyft gleðinni að ráða för.

Engin opinber dagskrá er áætluð þessa helgi, 9. til 11. ágúst, sem hefur hingað til verið ein helsta hátíðarhelgi landsins, sér í lagi á Dalvík. Að sögn starfsmanns á tjaldsvæðinu á Dalvík er þó ekki meira bókað þessa helgi en aðrar helgar sumarsins.

Haft var samband

...