Erfðabreytileiki sem finnst aðeins á Íslandi þrefaldar áhættu á að einstaklingar fái sjálfsónæmi í skjaldkirtil. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Um fimm prósent fólks fær einhvern tímann á lífsleiðinni…
Vísindamenn Kári Stefánsson og Sædís Sævarsdóttir hjá ÍE.
Vísindamenn Kári Stefánsson og Sædís Sævarsdóttir hjá ÍE. — Ljósmynd/Aðsend

Erfðabreytileiki sem finnst aðeins á Íslandi þrefaldar áhættu á að einstaklingar fái sjálfsónæmi í skjaldkirtil. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE).

Um fimm prósent fólks fær einhvern tímann á lífsleiðinni sjálfsónæmi í skjaldkirtilinn og er það er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn. Lýsir sjúkdómurinn sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum og getur leitt til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni.

Nú hafa vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra fundið erfðabreytileika í geninu LAG-3 sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóminn. Erfðabreytileikinn hefur þýðingarmikil áhrif á bæði genatjáningu og magn prótínafurðar gensins og hefur þannig sambærileg áhrif og krabbameinslyf sem hemja LAG-3-viðtakann.

...