O Fjórða stuttmynd Rúnars verður sýnd á hátíðinni í haust.
O Fjórða stuttmynd Rúnars verður sýnd á hátíðinni í haust.

Ný stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O, eða Hringur, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun í flokki stuttmynda Kvikmyndahátíðar í Feneyjum. Alverto Barbera, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, greindi frá fyrstu myndunum sem búið er að velja fyrir hátíðina í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu.

O er fjórða stuttmynd Rúnars og fer Ingvar Sigurðsson með aðalhlutverkið. Í tilkynningunni segir að myndin sé ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun sé hann sjálfur.

Hátíðin er ein af elstu kvikmyndahátíðum í heiminum. Verður hún haldin í áttugasta og fyrsta skiptið í ár.

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hafa hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið á bak við myndavélina og það sem kemur bæði að O og Ljósbroti. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á er einnig gríðaleg viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla

...