Ráðgert er að framkvæmdir við nýjan æfingavöll Breiðabliks við Fífuna í Kópavogi hefjist í ágúst og verklok verði í nóvember. Útboð stendur nú yfir á þremur verkþáttum; jarðvegsvinnu, lýsingu vallar og lagningu á gervigrasi
Breytingar Á svæði við vesturhlið Fífunnar verður byggður nýr gervigrasvöllur í haust. Völlurinn mun uppfylla kröfur FIFA Quality-staðalsins.
Breytingar Á svæði við vesturhlið Fífunnar verður byggður nýr gervigrasvöllur í haust. Völlurinn mun uppfylla kröfur FIFA Quality-staðalsins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Ráðgert er að framkvæmdir við nýjan æfingavöll Breiðabliks við Fífuna í Kópavogi hefjist í ágúst og verklok verði í nóvember. Útboð stendur nú yfir á þremur verkþáttum; jarðvegsvinnu, lýsingu vallar og lagningu á gervigrasi. Morgunblaðið spurðist fyrir um kostnaðaráætlun verksins en samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er hún trúnaðarmál.

Nýi völlurinn verður við vesturhlið Fífunnar við Dalsmára í Kópavogi og er ætlaður til æfinga og keppni allra aldursflokka hjá Breiðabliki. Grasflöt er nú á umræddu svæði og er hún til

...