Star of Spring er til muna framsæknara og djarfara verk en það síðasta, lögin toga sig í hinar og þessar áttir og brotist er undan línulegri framvindu ef svo mætti segja.
Höfugt Platan Star of Spring er djassskotið verk með „kenjóttum krúsidúllum“.
Höfugt Platan Star of Spring er djassskotið verk með „kenjóttum krúsidúllum“. — Ljósmynd/Birna Ketilsdóttir Schram

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Anna Gréta gerir út frá Svíþjóð og fyrir þremur árum kom út platan Nightjar in the Northern Sky sem vakti þó nokkra athygli. Fékk Anna meðal annars tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna. Anna hefur sópað að sér alls kyns verðlaunum og viðurkenningum og fékk til að mynda verðlaun sem kennd eru við Monicu Zetterlund í Svíþjóð árið 2019 og er það til marks um það hversu vel hún hefur komið sér fyrir þar í landi.

Það er hin mjög svo virta djassútgáfa ACT Music sem gefur út en fyrirtækið er staðsett í Berlín. Gaf það einnig út frumburðinn.

Anna á öll lög og texta á plötunni en „Metamorphoses of the Moon“

...