Sellóleikari Geirþrúður Anna kemur fram í Hörpuhorni á morgun, sunnudag.
Sellóleikari Geirþrúður Anna kemur fram í Hörpuhorni á morgun, sunnudag.

Sellóleikarinn Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir kemur fram á næstu tónleikum í röðinni Velkomin heim, þar sem ungu tónlistarfólki, bæði úr klassíska og rythmíska geiranum, sem var við að ljúka námi erlendis eða nýútskrifað, er boðið að koma fram til þess að kynna sig. Tónleikarnir fara fram á morgun, 14.júlí, kl. 16 í Hörpuhorni en með Geirþrúði koma fram Bjarni Frímann á píanó og Margrét Hannesdóttir sópran.

Geirþrúður Anna hefur, skv. tilkynningu, haslað sér völl sem einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hún hefur komið fram í mörgum af helstu tónleikasölum heims, þar á meðal Carnegie Hall í New York og Southbank Centre í Lundúnum og einnig leikið sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Konunglegu tónlistarakademíunnar í Lundúnum. Hún hefur svo starfað sem unglistamaður hjá Tónlistarhátíð unga fólksins

...