Jósefína Friðriksdóttir fæddist 5. maí 1942. Hún lést 25. júní 2024.

Útför Jósefínu fór fram 4. júlí 2024.

Það er stórt skarð fyrir skildi í mínu lífi nú þegar hún Jósý er farin. Foreldrar mínir, Jósý og maðurinn hennar hann Mundi kynntust öll innbyrðis þegar þau voru við nám við Menntaskólann á Akureyri seint á 6. áratugnum. Þar urðu til tvö hjónabönd og traust vinátta sem entist alla ævi þeirra en Jósý er núna sú síðasta af þeim til að kveðja. Faðir minn og Mundi fóru í læknisfræði og urðu kollegar, faðir minn læknir í Reykjavík en Mundi lengst af læknir í Laugarási í Biskupstungum. Þegar ég var barn var sérstakt tilhlökkunarefni að fara í heimsókn í Laugarásinn til Jósýjar og Munda en það var yfirleitt gert nokkrum sinnum á ári og gist einhverjar nætur. Sérstaklega þótti mér vænt um Jósý. Hún umvafði mig hlýju og umhyggju. Sýndi

...