„Hér stórbrotin náttúra og mannlífið eftir því. Auðvitað hefur fækkað hér mjög frá fyrri tíð þegar hér í sveitinni bjuggu um 500 manns um miðja síðustu öld. En hér er hér margt að sjá og upplifa,“ segir Guðni Th
Trékyllisvík Á lokadegi heimsóknar sinnar fékk Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands góðar móttökur hjá þeim Valgeiri Benediktssyni og Hrefnu Þorvaldsdóttur í Árnesi sem starfrækja minja- og handverkshúsið Kört.
Trékyllisvík Á lokadegi heimsóknar sinnar fékk Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands góðar móttökur hjá þeim Valgeiri Benediktssyni og Hrefnu Þorvaldsdóttur í Árnesi sem starfrækja minja- og handverkshúsið Kört. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hér stórbrotin náttúra og mannlífið eftir því. Auðvitað hefur fækkað hér mjög frá fyrri tíð þegar hér í sveitinni bjuggu um 500 manns um miðja síðustu öld. En hér er hér margt að sjá og upplifa,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Hann er nú að ljúka átta ára embættistíð sinni og var um helgina í opinberri heimsókn í Árneshreppi á Ströndum.

Guðni kom norður með fylgdarliði sínu á föstudag, en þá um kvöldið var samkoma fyrir íbúa í félagsheimili sveitarinnar. Svo má segja að hver atburðurinn hafi rekið annan; farið var í sjósund, heilsað upp á bændur og litið við í gömlum síldarverksmiðjum svo eitthvað sé nefnt. Formlegri dagskrá lauk í gærmorgun í Trékyllisvík, þar sem heimsótt var minja- og handverkshúsið Kört og kirkjurnar

...