„Maður hrekkur auðvitað við þegar svona fréttir berast, það voru stórir minningapunktar í æsku manns og uppeldi þegar Olof Palme [forsætisráðherra Svíþjóðar] og [indverski forsætisráðherrann] Indira Gandhi voru drepin,“ segir Stefán…
Trump eða dauði Þetta slagorð öðlaðist næstum kaldhæðnislegan slagkraft.
Trump eða dauði Þetta slagorð öðlaðist næstum kaldhæðnislegan slagkraft. — AFP/David Dee Delgado

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Maður hrekkur auðvitað við þegar svona fréttir berast, það voru stórir minningapunktar í æsku manns og uppeldi þegar Olof Palme [forsætisráðherra Svíþjóðar] og [indverski forsætisráðherrann] Indira Gandhi voru drepin,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur í samtali við Morgunblaðið sem falaðist eftir hugleiðingum hans um pólitísk tilræði í kjölfar atlögu að Donald Trump um helgina.

Stefán segir það umhugsunarvert að í landi á borð við Bandaríkin, þar sem skotvopnaeign sé svo almenn sem raun ber vitni, séu slík tilræði í raun fátíð – ekki síst þau sem heppnast.

Sagan sýni okkur að pólitísk banatilræði geti haft djúpstæð áhrif, „einkum þegar þau gerast fyrir framan myndavélar. Ef maður fer

...