Seðlabanki Argentínu hefur ákveðið að eftirleiðis muni útgáfa nýrra pesóa til að kaupa bandaríkjadali haldast í hendur við sölu bandaríkjadala fyrir sömu upphæð á fjárfestamarkaði. Með þessu á peningamagn í umferð að standa í stað sem ætti að draga…
Átak Javier Milei hefur ráðist í margþættar umbætur í Argentínu.
Átak Javier Milei hefur ráðist í margþættar umbætur í Argentínu. — AFP/Evaristo SA

Seðlabanki Argentínu hefur ákveðið að eftirleiðis muni útgáfa nýrra pesóa til að kaupa bandaríkjadali haldast í hendur við sölu bandaríkjadala fyrir sömu upphæð á fjárfestamarkaði. Með þessu á peningamagn í umferð að standa í stað sem ætti að draga úr verðbólgu í landinu og minnka muninn á „óformlegu“ og „formlegu“ gengi pesóans.

Í dag fara gjaldmiðlaviðskipti í Argentínu einkum fram á þrenns konar gengi. Miklar skorður eru á kaupum og sölu gjaldmiðla á hinu opinbera gengi en skorðurnar minni á fjárfestamarkaði (sp. Contado con Liquidación, CCL) sem er aðgengilegur þeim sem stunda viðskipti með erlend hluta- og skuldabréf. Loks er svartamarkaðsgengið sem einstaklingar nota sín á milli.

Opinbert gengi argentínska pesóans er í dag 919,5 pesóar fyrir hvern dal, en CCL-gengið 1.416,2 að því er Reuters greinir frá. Svartamarkaðsgengið, eða „dollar blue“ eins og heimamenn kalla það, var

...