Stigahæst Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst í báðum leikjum.
Stigahæst Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst í báðum leikjum. — Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hafnaði í fjórða sæti í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu eftir tap í undanúrslitum og bronsleiknum um helgina.

Ísland leikur því áfram í B-deild að ári, því liðið missti af tækifæri til að fara upp í A-deild. Árangurinn er þrátt fyrir það sá besti hjá íslenska liðinu í aldursflokknum.

Íslenska liðið var laskað í leikjunum vegna matareitrunnar sem herjaði á landsliðskonurnar. Fjóra leikmenn vantaði í leikinn gegn sterku liði Belga í undanúrslitum á laugardag og urðu lokatölur 87:51, Belgíu í vil.

Eva Wium Elíasdóttir úr Þór frá Akureyri skoraði 11 stig fyrir Ísland, Anna Lára Vignisdóttir úr Keflavík gerði tíu og Sara Líf Boama leikmaður Vals gerði níu.

...