Skiptar skoðanir eru um nýjan skóg, en Yggdrasill Carbon hefur hafið skógrækt ofan Saltvíkur, rétt sunnan við Húsavík. Gróðursetja á rúmlega 290 þúsund tré og er markmið verkefnisins kolefnisbinding samkvæmt Yggdrasli Carbon. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti úthlutunina en Náttúrustofa Norðausturlands segir hana ekki hafa tekið tillit til athugasemda stofunnar, meðal annars að skógræktin muni eiga sér stað á ríkulegu mólendi og að á svæðinu sé fuglalíf sem mikilvægt sé að vernda. Fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af fordæmisgildi sem úthlutunin geti haft þar sem engin gjöld komi til sveitarfélagsins út frá verkefninu. » 4