Brúarhlöð Fallegt en mjög stórbrotið umhverfi á bökkum Hvítár.
Brúarhlöð Fallegt en mjög stórbrotið umhverfi á bökkum Hvítár. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Til stendur að útbúa ferðamannaaðstöðu við Brúarhlöð, efst í Hrunamannahreppi, skv. því sem fjallað var um í sveitarstjórn á dögunum. Þar var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem nær til 2,5 ha. svæðis á austurbakka Hvítár, þar sem er brú yfir ána með tengingu yfir í Biskupstungur. Þetta er ekki langt fyrir neðan Gullfoss þaðan sem sömuleiðis er stutt að Geysi í Haukadal á fleiri vinsæla ferðamannastaði.

Helstu markmið deiliskipulagsins eru að unnið sé heildarskipulag fyrir móttöku ferðamanna á svæðinu sem tekur til bílastæðis, göngustígs með áningarstöðum, útsýnispalla og þjónustuhúss þar sem verður m.a. veitinga- og snyrtiaðstaða. Settir eru jafnframt fram byggingarskilmálar um uppbyggingu á svæðinu sem tekur tillit til sérstöðu svæðisins og náttúrufars, þar sem vernda á gróður og menningarminjar.

Með skilgreiningu umferðarleiða verði umferð gangandi fólks á afmörkuðum göngustígum sem bjóða upp á gott aðgengi og fallegt útsýni yfir svæðið þar sem miðlað

...