BBC4 sýndi á dögunum heimildamynd frá 1974, Traitors to Hitler, en þar var fjallað um sprengjutilræðið við Hitler árið 1944. Eftirleikurinn var ægilegur en þýsku tilræðismennirnir voru dregnir fyrir dóm
Roland Freisler Illmenni sem þjónaði Hitler.
Roland Freisler Illmenni sem þjónaði Hitler. — Mynd/Bundesarchiv

Kolbrún Bergþórsdóttir

BBC4 sýndi á dögunum heimildamynd frá 1974, Traitors to Hitler, en þar var fjallað um sprengjutilræðið við Hitler árið 1944. Eftirleikurinn var ægilegur en þýsku tilræðismennirnir voru dregnir fyrir dóm. Þeirra biðu skelfileg örlög.

Hitler lét mynda réttarhöldin og reyndar einnig aftökur tilræðismannanna sem voru dæmdir til að hengjast á hægan hátt og liðu því miklar kvalir fyrir dauðann. Myndin byggðist að stórum hluta á myndum af réttarhöldunum. Þar voru fangarnir leiddir fram einn af öðrum. Dómarinn, Roland Freisler, æpti og öskraði stanslaust á þá og sagði þá vera svín og sora jarðar. Fangarnir báru sig flestir merkilega vel þótt þeir hefðu verið pyntaðir og rændir svefni.

Þarna stóðu menn frammi fyrir dómara sínum og vissu að þeirra

...