Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Tinna Þorsteinsdóttir telur það áhyggjuefni hve algengt það er að Íslendingar greinist með kulnun í starfi. „Það hve útbreitt vandamál kulnun virðist vera í íslensku atvinnulífi segir okkur ef til vill að vandinn er ekki mannskapurinn heldur vinnustaðirnir, og það álag sem stjórnendur leggja á herðar starfsfólki sínu. Margir upplifa að krafan sé að hlaupa sífellt hraðar og afkasta meiru innan vinnudagsins en á sama tíma er eins og samfélagið geri líka til okkar æ meiri kröfur um hitt og þetta sem dregur frá okkur orku og tíma,“ segir Tinna. „Meira að segja þegar Íslendingurinn fer í frí þá virðist hann eiga erfitt með að slaka á og er þess í stað á hlaupum um fjöll og firnindi og liggur mikið á að ljósmynda harðahlaupin svo til að sýna öðrum á samfélagsmiðlum.“

...