Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, slapp með naumindum þegar banatilræði var gert að honum á framboðsfundi hans í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á laugardaginn. Trump var nýtekinn til við að ávarpa stuðningsmenn sína þegar fyrstu skotin riðu af
Thomas Matthew Crooks
Thomas Matthew Crooks

Egill Aaron Ægisson

Sveinn Valfells

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, slapp með naumindum þegar banatilræði var gert að honum á framboðsfundi hans í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á laugardaginn.

Trump var nýtekinn til við að ávarpa stuðningsmenn sína þegar fyrstu skotin riðu af. Afar litlu mátti muna að skotin hæfðu Trump í höfuðið, en eitt skotanna straukst við hægra eyra hans. Sérsveitarmenn og öryggisverðir voru fljótir að koma honum til varnar og umkringdu hann þar sem hann stóð á sviðinu.

Tilræðismaðurinn, hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks, skaut að Trump með AR15-hríðskotariffli ofan af þaki nærliggjandi byggingar en leyniskyttum bandarísku leyniþjónustunnar tókst að fella árásarmanninn nánast samstundis eftir að skothríðin hófst.

...