Í BRENNIDEPLI

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Tvær meiri háttar breytingar hafa átt sér stað í lífi ungmenna á undanförnum áratugum sem trúlega tengjast versnandi námsárangri. Annars vegar tilkoma snjalltækja og hins vegar sú staðreynd að börn verja minni tíma í frjálsum leik án eftirlits fullorðinna. Þetta segir Atli Vilhelm Harðarson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Atli vekur athygli á að þótt færni íslenskra barna hafi farið sífellt hrakandi í PISA-könnunum undanfarin ár sé þetta ekki séríslenskt vandamál. Þannig hafi grunnskólanemar

...