Viktoría Benný B. Kjartansd.

viktoria@mbl.is

Yggdrasill Carbon hefur hafið skógrækt ofan Saltvíkur, rétt sunnan við Húsavík. Skiptar skoðanir eru um skóginn sem rækta á upp og telur forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands að sveitarstjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofnunarinnar um verndun náttúru og fuglalífs á svæðinu. Verkefnastjóri framkvæmda hjá Yggdrasli Carbon segir markmið að verkefnisins sé kolefnisbinding.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í janúar tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að úthluta Yggdrasli Carbon landi til skógræktar fyrir ofan Saltvík. Og nú er ferlið hafið að gróðursetja rúmlega 290 þúsund tré.

Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, bendir á að fyrirhuguð

...