„Veðrið var ekki alveg með okkur í liði þetta skiptið, við héldum í vonina lengi um að rætast myndi úr því en svo varð ekki,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, um flughátíðina Allt sem flýgur sem haldin var á …
Flugvélar Veðrið var ekki upp á marga fiska á flughátíðinni Allt sem flýgur á Hellu um helgina. Flugvélar voru á staðnum þrátt fyrir flugleysi.
Flugvélar Veðrið var ekki upp á marga fiska á flughátíðinni Allt sem flýgur á Hellu um helgina. Flugvélar voru á staðnum þrátt fyrir flugleysi. — Ljósmynd/Matthías Sveinbjörnsson

„Veðrið var ekki alveg með okkur í liði þetta skiptið, við héldum í vonina lengi um að rætast myndi úr því en svo varð ekki,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, um flughátíðina Allt sem flýgur sem haldin var á Hellu um helgina.

Hann segir stemninguna hafa verið frábæra og allir hafi verið í góðu skapi þrátt fyrir vont veður og flugleysi.

„Miðað við það hvernig veðrið var og hve lítið var flogið var ég gáttaður á því hversu margir mættu á svæðið,“ segir Matthías, en á annað hundrað manns sóttu hátíðina í ár. Hann kveðst aldrei hafa upplifað það að veðrið sé slæmt alla dagana sem hátíðin stendur yfir. Segir hann lítið hafa verið flogið. „Við vorum með grillhátíð og kvöldvöku á laugardagskvöldinu, það skemmtu sér allir frábærlega vel sem

...