Síðustu 53 orð ákvæðisins, sem Bergþór sér ekki ástæðu til að vitna til, kveða einmitt á um það sem ég hef neyðst til að halda til haga um þetta mál
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina greinina um Mannréttindastofnun en síendurteknar rangfærslur Miðflokksmanna í afneitun gagnvart fyrri atkvæðagreiðslu sinni í málinu gera mér nauðugan einn þann kostinn.

Í grein sinni um helgina ákvað Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, að útskýra fyrir mér innihald samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem hann segir mig misskilja og heldur fram fullum fetum að ekkert í honum kveði á um að sett yrði á fót mannréttindastofnun hér á landi. Hann segir að ég styðjist við ranga þýðingu ákvæðisins við túlkun á samningnum sem á vafalaust að skýra misskilning minn. Í greininni fræðir Bergþór mig um innihald 33. gr. samningsins og bætir við langri tilvitnun í ákvæðið á ensku sem sé hinn rétti texti til að túlka vilja samningsins. Hann klykkir svo út með að segja „svo

...