Ég var sannfærður strax í upphafi reynsluaksturs í Hollandi, um leið og ég settist áreynslulaust í hvítt og þægilegt leðurlíkisklætt bílstjórasætið á Xpeng G6-bílnum, snjalla millistærðarjepplingnum eins og framleiðendur vilja kalla hann (e
— Ljósmynd/Xpeng

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Ég var sannfærður strax í upphafi reynsluaksturs í Hollandi, um leið og ég settist áreynslulaust í hvítt og þægilegt leðurlíkisklætt bílstjórasætið á Xpeng G6-bílnum, snjalla millistærðarjepplingnum eins og framleiðendur vilja kalla hann (e. Ultra Smart Coupe SUV). Vellíðan streymdi um mig. Mýktin, áferðin og ljóst og einfalt innra byrði bílsins tók þétt utan um mig. Ég gat vart beðið eftir að aka hljóðlega af stað, en kitla pedalann duglega þegar hraðbrautin tæki við. Þar myndu hestöflin 476 skila mér á 4,1 sekúndu upp í 100 km hraða á klukkustund.

Xpeng er splunkunýtt kínverskt rafbílamerki á íslenska markaðnum og eru nú þegar fimm eintök af lúxusútgáfunni G9 komin til landsins. G6 er væntanlegur til landsins í haust en honum er ætlað að keppa beint við

...