Sjálfur telur hann sennilegt, en þó ósannað, að kórónuveiran hafi lekið út af rannsóknarstofunni í Wuhan.
Dr. Matt Ridley.
Dr. Matt Ridley.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Einn kunnasti vísindarithöfundur heims, Matt Ridley, er staddur á Íslandi og ætlar að rabba við áhugamenn um stjórnmál, heimspeki og vísindi miðvikudaginn 17. júlí kl. 16.30 í stofu 101 á Háskólatorgi, HT-101. Er fundurinn á vegum RSE, Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Ridley hefur skrifað fjölda bóka, og kom ein þeirra út á íslensku árið 2014, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist). Hann er einn frjóasti hugsuður, sem nú er uppi, fjörugur fyrirlesari og lipur rithöfundur.

Þróunarkenning um kynlíf

Matthew White Ridley fæddist árið 1958, og var langalangafi hans hinn kunni húsameistari Sir Edwin L. Lutyens. Ridley lauk doktorsprófi í dýrafræði frá Oxford-háskóla árið 1983. Hann var vísindaritstjóri vikublaðsins Economist 1984-1987 og fréttaritari og síðan bandarískur

...