Peningar Seðlabanki Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi.
Peningar Seðlabanki Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. — Morgunblaðið/Ómar

Evrópusambandið hyggst banna notkun reiðufjár umfram 10.000 evrur (um 1,5 m.kr.), í þeim tilgangi að draga úr hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lagabreyting í formi reglugerðar þess efnis var samþykkt af Evrópuþinginu í vor. Með henni á að samhæfa slíkar reglur fyrir allt sambandið og mun lagabreytingin því að öllu óbreyttu einnig taka til Evrópska efnahagssvæðisins.

Að mati sambandsins stafar veruleg hætta af því að reiðufé sé notað í peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, en misstrangar reglur hafa gilt hingað til um hámarksupphæð sem leyfilegt er að taka út og eiga í viðskiptum með innan sambandsins. Upphæðin hefur t.a.m. verið ótakmörkuð í Þýskalandi og Austurríki, á meðan strangari reglur hafa gilt í Frakklandi. Aðildarlöndum verður heimilt að lækka hámarksupphæðina enn frekar.

Fram kemur í reglugerðinni að

...