Bíllinn er vitaskuld í sama græna litnum og þyrlan.
Bíllinn er vitaskuld í sama græna litnum og þyrlan. — Ljósmyndir/Caterham

Breski sportbílaframleiðandinn Caterham og flugher Bretlands hafa snúið bökum saman og smíðað einstaka bifreið með pörtum úr Puma HC2-þyrlu sem nýverið var tekin úr notkun eftir að hafa þjónað sínu hlutverki í rösklega hálfa öld.

Mun þyrlan öðlast framhaldslíf í bílnum sem fengið hefur nafnið RAF Seven 360R en hlutar úr stéli og hurðum þyrlunnar voru nýttir til að smíða ytra byrði bílsins. Í innréttinguna notuðu smiðir Caterham hljóðeinangrunarefni úr þyrlunni og hér og þar má sjá ýmis smáatriði til viðbótar sem vísa til þyrlunnar.

Bifreiðin verður seld á uppboði á vefsíðunni Collecting Cars og verður tekið við tilboðum frá 15. ágúst til 12. september. Vonast aðstandendur verkefnisins til að fá að minnsta kosti 100.000 pund fyrir gripinn en afrakstur uppboðsins mun renna til góðgerðarfélags sem hugar að þörfum breskra flughermanna

...