Fylkismenn fóru úr botnsæti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi er liðið vann sannfærandi heimasigur á ÍA, 3:0, í Árbænum. Fylkir er nú með ellefu stig eins og nýliðar Vestra en með betri markatölu
Skoraði Miðvörðurinn Orri Sveinn Segatta skoraði fyrir Fylki í sigrinum mikilvæga gegn ÍA í gærkvöldi. Fylkir er nú kominn úr botnsætinu.
Skoraði Miðvörðurinn Orri Sveinn Segatta skoraði fyrir Fylki í sigrinum mikilvæga gegn ÍA í gærkvöldi. Fylkir er nú kominn úr botnsætinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Fylkismenn fóru úr botnsæti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi er liðið vann sannfærandi heimasigur á ÍA, 3:0, í Árbænum. Fylkir er nú með ellefu stig eins og nýliðar Vestra en með betri markatölu. Er Vestri nú á botninum í fyrsta skipti síðan í 2. umferðinni er liðið var stigalaust.

Fylkir byrjaði af krafti og Ómar Björn Stefánsson og Orri Sveinn Segatta komu liðinu í 2:0 á fyrstu 30 mínútunum. Varamaðurinn Aron Snær Guðbjörnsson innsiglaði síðan sigurinn á 85. mínútu.

Fylkismenn þurftu að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum en eru nú með þrjá sigra í síðustu sjö leikjum. Sigurinn í gær var sá fyrsti á liði í efri hlutanum hjá Fylkisliðinu í sumar. Eru Árbæingar nú

...