Kvikmyndin Snerting, eftir Baltasar Kormák, sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, hefur hlotið góða dóma í Bandaríkjunum en sýningar á myndinni hófust þar síðastliðinn föstudag
Leikstjórinn Snerting eftir Baltasar hefur vakið athygli víða um heim.
Leikstjórinn Snerting eftir Baltasar hefur vakið athygli víða um heim. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Kvikmyndin Snerting, eftir Baltasar Kormák, sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, hefur hlotið góða dóma í Bandaríkjunum en sýningar á myndinni hófust þar síðastliðinn föstudag. Fær mynd­in 95% í ein­kunn á vefsíðunni Rotten Tom­atoes sem dreg­ur sam­an um­sagn­ir gagn­rýn­enda. Miðlar á borð við New York Times, Wall Street Journal, Time, Variety, Hollywood Reporter, IndieWire, Mashable, Screen Daily og Roger Ebert eru meðal þeirra sem birt hafa rýni um myndina, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Þar er m.a. haft eftir vefmiðlinum Movieweb Snerting sé besta mynd sem sýnd hafi verið í kvikmyndahúsum

...