Framkvæmdir Nýtt bílastæði gæti verið tekið í notkun í júlí.
Framkvæmdir Nýtt bílastæði gæti verið tekið í notkun í júlí. — Ljósmynd/Jón Páll Hreinsson

Framkvæmdir við nýtt bílastæði við útsýnispallinn á Bolafjalli við Bolungarvík standa yfir en áætlað er að það verði tekið í notkun eftir um tvær vikur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að með tilkomu bílastæðisins verði til nýtt aðgengi að útsýnispallinum.

„Nýtt bílastæði er svona um 100 metra frá okkar framúrskarandi útsýnispalli en aðeins neðar í landslaginu. Með framkvæmdinni komum við til móts við mikla umferð sem hefur aukist verulega með tilkomu pallsins.“ Aðkoman og gömlu bílastæðin voru hvorki hönnuð fyrir útsýnispall að sögn Jóns né hugsuð fyrir þann mikla fjölda sem leggur leið sína upp á fjallið í dag. Á nýju bílastæði er gert ráð fyrir bæði fólksbílum sem og minni og stærri rútum. Þá er gert ráð fyrir þjónustuhúsi þó að það rísi ekki í þessum áfanga. Tímasetning á byggingu þjónustuhúss veltur á fjármögnun verkefnisins að sögn bæjarstjóra en gjaldtaka er hafin

...