Það gæti komið sumum lesendum á óvart hve miklum gögnum bílar safna nú til dags og hvert þessi gögn rata. Björn Kristjánsson, sérfræðingur og tækniráðgjafi hjá FÍB, segir marga hafa vaknað til vitundar um mikilvægi gagnaöryggis og persónuverndar og fólk reyni t.d
Þung umferð á góðviðrisdegi. Gagnaöflun bifreiða tengist yfirleitt búnaði sem hjálpar við aksturinn og léttir ökumanni lífið.
Þung umferð á góðviðrisdegi. Gagnaöflun bifreiða tengist yfirleitt búnaði sem hjálpar við aksturinn og léttir ökumanni lífið. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það gæti komið sumum lesendum á óvart hve miklum gögnum bílar safna nú til dags og hvert þessi gögn rata. Björn Kristjánsson, sérfræðingur og tækniráðgjafi hjá FÍB, segir marga hafa vaknað til vitundar um mikilvægi gagnaöryggis og persónuverndar og fólk reyni t.d. að lágmarka hve miklum upplýsingum vafrinn í tölvunni eða forritin í snjallsímanum fái að safna. „En fáir gera sér nægilega góða grein fyrir því að bíllinn getur verið kræfur þegar kemur að því að safna og dreifa ýmiss konar upplýsingum,“ segir Björn og bætir við að sumar bifreiðar geti safnað allt að 25 gígabætum af alls konar gögnum á hverri klukkustund.

„Í hverjum nýjum bíl í dag eru að lágmarki 100 tölvur sem allar eru að vinna saman og á hverri einustu sekúndu eru þær að sækja upplýsingar af einhverju tagi.

...